Uppeldi & núvitund - námskeið
Núvitund & uppeldi, námskeið fyrir foreldra og ungbörn í Ropeyogasetrinu.
Uppeldi í vitund – núvitund – hugleiðsla – jóga
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 4. júní, 2019. Þetta er 4 vikna námskeið á fimmtudögum frá kl. 13:45-15:00. Verð 15.900 kr. Ef báðir foreldrar vilja taka þátt í námskeiðinu þá fær annað foreldrið námskeiði á hálfvirði.
· Fræðsla og spjall um uppeldi í vitund, virðingarríkt tengslauppeldi og RIE.
· Leiddar hugleiðslur og einfaldar en öflugar jóga æfingar.
· Tækifæri til að tengjast öðrum foreldrum í fæðingarorlofi.
· Já svæði fyrir börn og leikföng á staðnum.

Guðrún Birna le Sage er Gló Motion heilræktarkennari, ropeyogakennari, markþjálfi, fimleikaþjálfari og tveggja barna móðir. Á námskeiðum sínum tvinnar hún líkamlega og andlega uppbyggingu saman við fræðslu um núvitund í uppeldi. Guðrún byggir uppeldisfræðslu sína á uppeldi í vitund - með virðingu, trausti og tengslum sem eru grunnstoðir uppeldisnálgunarinnar RIE sem hefur farið sigurför um heiminn að undanförnu. Við þetta tvinnar hún markþjálfun, jógaheimspeki og heimspeki Guðna í Ropeyogasetrinu um mátt athyglinnar, því grunnurinn að góðum uppalanda er að foreldri hlúi að sér til að valda sér í þessu nýja hlutverki.