top of page
Endurnærandi helgi við Úlfljótsvatn.png
Við bjóðum þér í öruggt rými, í nærandi félagsskap, helgina 3. - 5. september og 15. - 17. október í Lótuslandi við Úlfljótsvatn.

 

Þú átt von á:

 

- Yin yoga

- Slökun og hvíld

- Verkfærum til að tengjast þínu innra sjálfi

- Athafnir og tól sem lyfta orkunni þinni

- Heilnæmum grænmetisréttum

 

Við leitum að konum sem eru opnar fyrir nýrri upplifun og lærdómi. Sem eru óhræddar við að kynnast sjálfri sér og tilbúnar að virkja aflið innra með sér.

Settu sjálfa þig í fyrsta sæti og gefðu þér endurnæringu á líkama og sál.  

 

Ef þetta kallar á þig fylltu út umsóknina hér að neðan og við munum hafa samband.

 

 

 

Endurnærandi helgi við Úlfljótsvatn (2).
18.png
17.png
Hagnýtar upplýsingar

 

Innifalið í helginni er gisting í 2 nætur, fullt fæði og kakó, nærandi dagskrá undir handleiðslu Guðrúnar Birnu le Sage og Söru Barðdal.

 

Verð

 

3 manna herbergi: 65.000 kr. á mann

2 manna herbergi: 75.000 kr. á mann

1 manns herbergi: 85.000 kr. á mann

 

Við minnum á styrk stéttarfélaganna, flest stéttarfélög styrkja markþjálfunar og yoga/núvitundarnámskeiðshlutann.

Einungis eru 9 pláss í boði

 

ATH: Það er ekkert áfengi leyfilegt á staðnum eða sætindi. Við gerum ráð fyrir að vera komin í ró um kl 23:00

Þetta er net- og samfélagsmiðla laus helgi.

Um leiðbeinendur:

Sara Barðdal 

 

Er stofnandi HiiTFiT.is, ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi frá Institute of Integrative Nutrition. Hún hefur unnið með að hjálpa konum breyta um lífsstíl síðan 2014. Síðustu ár hefur Sara sótt fjölmörg námskeið og vinnustofur sem tengjast andlegri heilsu, hugarfari, hugleiðslu og öndun. Hún tók 50 klst yin fascia yoga nám á síðasta ári og er að ljúka 500 klst yoga nám í lok sumars/haust sem leggur áherslu á andlega þáttinn í yogafræðunum, bandvefinn, heilun og umbreytingu. 

Sara heldur úti lifandi online samfélagi þar sem hún kennir konum um hugarfar, hreyfingu, hugleiðslu og heilbrigt mataræði. Sara hefur sjálf persónulega reynslu á að fara í gegnum langtíma streituástand og vinna sig útúr því, sem fól í sér mikla sjálfsrækt og endurskoðun á lífinu sínu og áherslum.

Guðrún Birna le Sage de Fontenay

Er markþjálfi, yoga- og heilræktarkennari og stofnandi Ahamóment. Hún lærði heilræktar- og yogakennarann hjá Guðna Gunnarssyni í Ropeyogasetrinu og vann síðar með honum í vefnámskeiðinu Máttur athyglinnar. Hún hefur einnig grunn í félagsráðgjöf og reynslu af margskonar vinnu með fólki.

 

Hún hefur einnig unnið með meðvitað og virðingarríkt uppeldi í vitund og hefur haldið úti foreldrafræðslu um efnið, ásamt félaginu Meðvitaðir foreldrar. Einnig hefur hún haldið fyrirlestra og námskeið um uppeldi í vitund og tekið þátt í yfir 20 hlaðvarpsþáttum í hlaðvarpinu Virðing í uppeldi. Guðrún Birna gaf út sína eigin þáttaröð þar sem þemað var sjálfsefling, hún tók viðtöl við Fyrirmyndir & skapara í samnefndum þáttum á Youtube og á síðunni Ahamóment. Meðal viðmælenda voru Guðni Gunnarsson og Alda Karen.

bottom of page