top of page
Fyrirmyndir & skaparar - Sara Barðdal - vendipunktur í lífi Söru
12:54
Aha moment

Fyrirmyndir & skaparar - Sara Barðdal - vendipunktur í lífi Söru

Sara Barðdal kom til mín í Fyrirmyndir & skaparar í vor, en mig langaði að spyrja hana nánar útí hver hennar stærsti vendipunktur í lífinu var, hvað vakti hana til vitundar um andlega iðkun? Það var eins og hjá svo mörgum af mínum fyrri gestum að það var hennar stærsta mótlæti sem varð hennar stærsta vakning og drifkraftur til góðra verka í lífinu. Sara Barðdal segir okkur frá því á hjartnæman hátt þegar móðir hennar veiktist af krabbameini og hvernig það var örlagavaldur í hennar lífi. Þær hófu saman leit að betri heilsu, prófuðu allar tegundir mataræðis og heilsueflandi leiða sem þær fundu. Sara varð margs vísari á þessu heilsuferðalagi en móðir hennar náði ekki heilsu á ný. Hún missti móður sína úr krabbameini allt of snemma, hún var rétt orðin móðir sjálf en eldri strákurinn hennar var aðeins 6 vikna gamall þegar hún kvaddi. Þessi sára lífsreynsla kenndi henni hvað lífið er stutt og hvað heilsa okkar er dýrmæt. Í dag vinnur hún við að hvetja konur til að hlúa að sér og heilsu sinni, sinna huga, líkama og sál. Í lokinn gefur hún áhorfendum góð ráð til að bæta heilsuna og kennir magnaða hugaræfingu til að halda fókus og ná markmiðum sínum. Ég mæli með þessu magnaða myndbroti fyrir alla sem vilja huga að sinni eigin heilsu og vellíðan. Guðrún Birna le Sage tekur viðtöl við Fyrirmyndir & skapara í samnefndum þáttum á síðunni www.ahamoment.is. Þar fjallar hún um uppeldi, jóga og sjálfsrækt og það sem vekur og fær mann til að endurhugsa viðhorf sitt eða veitir innblástur. Ég hvet þig til að subscribe-a við rásina hér og heimækja Ahamóment á facebook, ahamoment.is á instagram og www.ahamoment.is fyrir meira efni.
Guðni Gunnarsson - 8. þáttur - Fyrirmyndir og skaparar
01:20:06
Aha moment

Guðni Gunnarsson - 8. þáttur - Fyrirmyndir og skaparar

Guðni Gunnarsson er gestur minn í 8. þætti, Fyrirmyndir & skaparar. Guðni er mikill frumkvöðull á sviði heilsuræktar en hann hefur starfað á sviðinu í yfir 35 ár, hann stofnaði eina fyrstu vaxtarækt á Íslandi og fór fljótlega að afla sér víðtækari þekkingar á samspili huga og líkama, þetta gerði hann í gegnum jóga, nudd, hugleiðslu, næringarfræði, náttúruleg bætiefni og líkamsþjálfun. Smátt og smátt varð heilræktarkerfi Gló mótion og rope yoga til en það gengur útá að rækta saman huga líkama og sál. Hann skrifaði bækurnar Máttur viljans og Máttur athyglinnar, þar sem hann leiðir lesandann í gegnum 7 skref til velsældar. Guðna tekst í heimspeki sinni og bókum að flétta saman gamla og nýja speki og töfra hana fram með djúpum skilningi á íslenskri tungu og mætti orðanna. Þessi sjálfsræktarfrömuður og töframaður tungumálsins segir okkur frá sinni sýn á uppeldi, talar um mikilvægi þess að vilja sig - nákvæmlega eins og maður er núna og listina að njóta sín. Hann fer að sjálfsögðu yfir lögmál lögmálanna, orsök og afleiðingu - að allt sem þú veitir athygli vex og dafnar og þar að leiðandi er mikilvægt að taka ábyrgð á sér, sínum viðhorfum og orku. Hverju ert þú að veita athygli? Ertu að telja blessanir eða böl? #ahamoment #fyrirmyndir #skaparar #uppeldi #vitund #núvitund #međvitađuppeldi #gudnigunnars #glomotion #ropeyoga #athygli #adviljasig #égernog #gleđi #sjálfsrækt #sjálfsmildi #andlegheilsa #uppljómun #tendrun #frjálsvilji #rými Guðrún Birna le Sage tekur viðtöl við Fyrirmyndir & skapara í samnefndum þáttum á síðunni www.ahamoment.is. Þar fjallar hún um uppeldi, jóga og sjálfsrækt og það sem vekur og fær mann til að endurhugsa viðhorf sitt eða veitir innblástur. Ég hvet þig til að subscribe-a við rásina hér og heimækja Ahamóment á facebook, ahamoment.is á instagram og www.ahamoment.is fyrir meira efni.
Andrea Eyland um þakklæti - 6. þáttur af Fyrirmyndir & skaparar
02:38
Aha moment

Andrea Eyland um þakklæti - 6. þáttur af Fyrirmyndir & skaparar

Guðrún Birna le Sage tekur viðtöl við fyrirmyndir & skapara í samnefndum þáttum á síðunni ahamoment.is Andrea Eyland segir okkur frá því hvernig hún og stóra samsetta fjölskylda hennar iðkar þakklæti við kvöldmatarborðið, það hjálpar þeim að staldra við og njóta þess sem er, minna sig á að þau eru að gera góða hluti og standa sig vel. Þetta rifjaði upp fyrir mér rannsókn þar sem verið var að skoða hvaða þættir í uppeldi og fjölskyldulífi gætu virkað sem forvörn til að halda unglingum á beinu brautinni, frá neyslu og sjálfsskaða. Lagt var upp með að skoða langan lista hluta sem taldir voru líklegir til að hafa áhrif á þessa niðurstöðu eins og efnahagur og neysla foreldra. Það kom hinsvegar verulega á óvart að sú breyta sem mældist sterkust í þessu samhengi var ekki á þessu langa lista, heldur breyta sem var inni sem almenn þýðisspurning. Hún hljóðaði eitthvað á þennan veg: Sest þú niður með fjölskyldunni og borðar kvöldmat? Hér er rannsókn sem skoða þetta sérstaklega og kemst að sömu niðurstöðu: https://www.jahonline.org/ar…/S1054-139X(05)00577-X/fulltext Eða eins og hun.is dregur þetta svo vel saman: Unglingar sem borða kvöldmáltíð með foreldrum sínum að minnsta kosti þrisvar í viku Eru ólíklegri til að vera í yfirþyngd Eru líklegri til að borða hollari mat Eru líklegri til að standa sig betur í skóla Eru líklegri til að eiga í nánu sambandi við foreldra sína Eru ólíklegri til að leiðast út í áfengis og eiturlyfjaneyslu Eru ólíklegri til að sýna áhættuhegðun Eru líklegri til að vera í kjörþyngd ...það virðist sem svo, að sama hvaða uppeldisstefnu þú fylgir, hvaða gráður, titila og vinnu þú ert með uppá arminn, hversu vel meinandi þú ert, þá kemur ekkert í staðinn fyrir tíma sem fjölskyldan deilir saman með óskipta athygli hvort á annað, engir símar, ekkert sjónvarp, enginn tölvupóstur, bara samvera, að deila sér og hlusta á aðra deila sér á móti. Hér má líka sjá viðtalið við Andreu Eyland í heild sinni: https://www.facebook.com/ahamoment.is/videos/2216195308704343/
bottom of page