top of page
Um mig

 

Ég heiti Guðrún Birna le Sage og starfa sem markþjálfi (ICF) fyrir Ahamóment. Einnig held ég námskeið og fyrirlestra um andlega heilsu og uppeldi.

Ég veit fátt skemmtilegra en að grúska í greinum, myndböndum og bókum sem fjalla um mannlegt eðli og uppeldi. Að upplifa þessi svokölluðu aha móment sem vekja mig og fá mig til að endurhugsa hlutina er hreinlega það sem ég lifi fyrir. Að vera opin fyrir því að læra um sjálfan mig, samferðafólk mitt og samfélagið.

Þau svið sem eiga hug minn allan eru virðingarríkt uppeldi, tengsl, núvitund, innri vinna, varnarmynstrin, áhugahvötin, sköpunargáfan og allt sem viðkemur mennskunni. 

 

Hvað mótar manneskjuna? Hvernig við getum vaxið, myndað sterkari tengsl við okkur sjálf og fólkið í kringum okkur, staldrað við, notið og blómstrað.

bottom of page