Aha moment
Andrea Eyland um þakklæti - 6. þáttur af Fyrirmyndir & skaparar
Guðrún Birna le Sage tekur viðtöl við fyrirmyndir & skapara í samnefndum þáttum á síðunni ahamoment.is
Andrea Eyland segir okkur frá því hvernig hún og stóra samsetta fjölskylda hennar iðkar þakklæti við kvöldmatarborðið, það hjálpar þeim að staldra við og njóta þess sem er, minna sig á að þau eru að gera góða hluti og standa sig vel.
Þetta rifjaði upp fyrir mér rannsókn þar sem verið var að skoða hvaða þættir í uppeldi og fjölskyldulífi gætu virkað sem forvörn til að halda unglingum á beinu brautinni, frá neyslu og sjálfsskaða. Lagt var upp með að skoða langan lista hluta sem taldir voru líklegir til að hafa áhrif á þessa niðurstöðu eins og efnahagur og neysla foreldra. Það kom hinsvegar verulega á óvart að sú breyta sem mældist sterkust í þessu samhengi var ekki á þessu langa lista, heldur breyta sem var inni sem almenn þýðisspurning. Hún hljóðaði eitthvað á þennan veg: Sest þú niður með fjölskyldunni og borðar kvöldmat?
Hér er rannsókn sem skoða þetta sérstaklega og kemst að sömu niðurstöðu:
https://www.jahonline.org/ar…/S1054-139X(05)00577-X/fulltext
Eða eins og hun.is dregur þetta svo vel saman:
Unglingar sem borða kvöldmáltíð með foreldrum sínum að minnsta kosti þrisvar í viku
Eru ólíklegri til að vera í yfirþyngd
Eru líklegri til að borða hollari mat
Eru líklegri til að standa sig betur í skóla
Eru líklegri til að eiga í nánu sambandi við foreldra sína
Eru ólíklegri til að leiðast út í áfengis og eiturlyfjaneyslu
Eru ólíklegri til að sýna áhættuhegðun
Eru líklegri til að vera í kjörþyngd
...það virðist sem svo, að sama hvaða uppeldisstefnu þú fylgir, hvaða gráður, titila og vinnu þú ert með uppá arminn, hversu vel meinandi þú ert, þá kemur ekkert í staðinn fyrir tíma sem fjölskyldan deilir saman með óskipta athygli hvort á annað, engir símar, ekkert sjónvarp, enginn tölvupóstur, bara samvera, að deila sér og hlusta á aðra deila sér á móti.
Hér má líka sjá viðtalið við Andreu Eyland í heild sinni:
https://www.facebook.com/ahamoment.is/videos/2216195308704343/