top of page
Fyrirmyndir & skaparar - Sara Barðdal - vendipunktur í lífi Söru
12:54
Aha moment

Fyrirmyndir & skaparar - Sara Barðdal - vendipunktur í lífi Söru

Sara Barðdal kom til mín í Fyrirmyndir & skaparar í vor, en mig langaði að spyrja hana nánar útí hver hennar stærsti vendipunktur í lífinu var, hvað vakti hana til vitundar um andlega iðkun? Það var eins og hjá svo mörgum af mínum fyrri gestum að það var hennar stærsta mótlæti sem varð hennar stærsta vakning og drifkraftur til góðra verka í lífinu. Sara Barðdal segir okkur frá því á hjartnæman hátt þegar móðir hennar veiktist af krabbameini og hvernig það var örlagavaldur í hennar lífi. Þær hófu saman leit að betri heilsu, prófuðu allar tegundir mataræðis og heilsueflandi leiða sem þær fundu. Sara varð margs vísari á þessu heilsuferðalagi en móðir hennar náði ekki heilsu á ný. Hún missti móður sína úr krabbameini allt of snemma, hún var rétt orðin móðir sjálf en eldri strákurinn hennar var aðeins 6 vikna gamall þegar hún kvaddi. Þessi sára lífsreynsla kenndi henni hvað lífið er stutt og hvað heilsa okkar er dýrmæt. Í dag vinnur hún við að hvetja konur til að hlúa að sér og heilsu sinni, sinna huga, líkama og sál. Í lokinn gefur hún áhorfendum góð ráð til að bæta heilsuna og kennir magnaða hugaræfingu til að halda fókus og ná markmiðum sínum. Ég mæli með þessu magnaða myndbroti fyrir alla sem vilja huga að sinni eigin heilsu og vellíðan. Guðrún Birna le Sage tekur viðtöl við Fyrirmyndir & skapara í samnefndum þáttum á síðunni www.ahamoment.is. Þar fjallar hún um uppeldi, jóga og sjálfsrækt og það sem vekur og fær mann til að endurhugsa viðhorf sitt eða veitir innblástur. Ég hvet þig til að subscribe-a við rásina hér og heimækja Ahamóment á facebook, ahamoment.is á instagram og www.ahamoment.is fyrir meira efni.