top of page

Virðingarríkt uppeldi

Fjallar um grunnatriði í virðingarríku uppeldi.

  • 1 hour
  • 42.960 íslenskar krónur
  • Location 1

Service Description

Fyrirlestur um virðingarríkt uppeldi. 1 klst. Um sögu, uppruna og grunnhugmyndafræði þessarar uppeldisstefnu og þær viðhorfsbreytingar sem hún kallar á. Guðrún Birna hefur tekið að sér fræðslu fyrir foreldra t.d. á foreldramorgnum á Bókasöfnum, í kirkjum, fyrir foreldrafélög leikskóla og grunnskóla eða fyrir foreldrahópa sem taka sig saman og fá hana í heimsókn til sín. Guðrún Birna hefur kafað í uppeldisfræði síðustu 8 árin eða frá því hún varð ólétt af eldri dóttur sinni. Hún heillaðist strax af RIE-bylgjunni og "Conscious Parenting" eða meðvituðu uppeldi. Þessar stefnur eiga það einmitt sameiginlegt að setja fókusinn á foreldrið, að það skoði sinn bakgrunn, sína "triggera" eða viðnám og það sem þeir koma með inní sambanið við barnið. Það smellpassar við hitt áhugasvið hennar, að hjálpa fullorðnum einstaklingum að klára að ala sig sjálfa upp. Í janúar 2018 stofnaði hún ásamt nokkrum foreldrum félagið Meðvitaðir Foreldrar sem hefur staðið fyrir fríu foreldrastarfi, Pop-up ævintýraleikvöllum og bókaklúbbi. Guðrún Birna hefur líka komið fram í yfir 20 hlaðvörpum sem félagið heldur úti. Hlaðvarpið heitir Virðing í uppeldi og er að finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Guðrún Birna vinnur einnig með foreldra í persónulegri ráðgjöf þar sem hún styður foreldra á einstaklingsmiðaðan hátt í að verða sá öruggi leiðtogi sem barnið þarf á að halda. Með aukinni sjálfsþekkingu lærir foreldri að þekkja sína varnarhætti og grifjur, að stíga inn í meðvitund og læra að mæta barninu með gagnlegri orku. Að læra að tileinka sér gagnlega hugsun í samskiptum við börn og fóstra virðingu, traust og tengsl í samskiptum fjölskyldunnar. Guðrún Birna hefur alla tíð haft áhuga á uppeldi og öllu sem mótar manneskjuna. Hún hefur unnið mikið með börnum og að barnamenningu, sem þjálfari, kennari, umönnunaraðili og við að búa til Stundina okkar, svo fátt eitt sé nefnt. Hún er með grunn í félagsráðgjöf frá HÍ, markþjálfaréttindi frá HR og yoga- og heilræktarkennararéttindi frá Ropeyogasetrinu, ásamt fjölmörgum námskeiðum um andlega uppbyggingu, samskipti og uppeldi. Eftirminnilegast er námskeið sem hún sótti hjá hinni mögnuðu Dr. Shefali Tsabary sem er klínískur sálfræðingur og upphafskona "Conscious Parenting" bylgjunnar í heiminum.


Contact Details

  • Hjallavegur 26, Reykjavík, Iceland

    +3547728292

    aha@ahamoment.is

bottom of page