top of page

Gagnleg hugsun í uppeldi

Fjallar um gagnlega hugsun í uppeldi og samskiptum við börn.

1 h
42.900 íslenskar krónur
Location 1

Service Description

Fyrirlestur um gagnlega hugsun í uppeldi. 1 klst. Fjallar um leiðir til að innleiða gagnlega hugsun í uppeldi og samskiptum við börn. Hér fléttar Guðrún saman reynslu sína í markþjálfun, núvitund, virðingarríku- og meðvituðu uppeldi. - Viltu skrúfa fyrir orkulekann? - Viltu meiri gleði og frið í samskiptum við barnið þitt? - Viltu minni átök og ströggl í samskiptum? Þá er þessi fyrirlestur fyrir þig! Bókun fer fram í gegnum tölvupóst á: ahamoment@ahamoment.is Guðrún Birna hefur tekið að sér fræðslu fyrir foreldra t.d. á foreldramorgnum á Bókasöfnum, í kirkjum, fyrir foreldrafélög leikskóla og grunnskóla eða fyrir foreldrahópa sem taka sig saman og fá hana í heimsókn til sín. Hún hefur kafað í uppeldisfræði síðustu 11 árin eða frá því hún varð ólétt af eldri dóttur sinni. Hún heillaðist strax af RIE-bylgjunni og "Conscious Parenting" eða meðvituðu uppeldi. Þessar stefnur eiga það einmitt sameiginlegt að setja fókusinn á foreldrið, að það skoði sinn bakgrunn, sína "triggera" eða viðnám og það sem foreldrið kemur með inní sambanið við barnið. Það smellpassar við hitt starfssvið hennar, að hjálpa fullorðnum einstaklingum að klára að ala sig sjálfa upp með markþjálfun og fræðslu. Guðrún Birna vinnur einnig með foreldra í persónulegri ráðgjöf þar sem hún styður foreldra á einstaklingsmiðaðan hátt í að verða sá öruggi leiðtogi sem barnið þarf á að halda. Með aukinni sjálfsþekkingu lærir foreldri að þekkja sína varnarhætti og grifjur, að stíga inn í meðvitund og læra að mæta barninu með gagnlegri orku. Að læra að tileinka sér gagnlega hugsun í samskiptum við börn og fóstra virðingu, traust og tengsl í samskiptum fjölskyldunnar. Guðrún Birna hefur alla tíð haft áhuga á uppeldi og öllu sem mótar manneskjuna. Hún las sína fyrstu uppeldisbók 14 ára, hún hefur unnið mikið með börnum og að barnamenningu, sem þjálfari, kennari, umönnunaraðili og við það að búa til Stundina okkar, svo fátt eitt sé nefnt. Hún er með grunn í félagsráðgjöf frá HÍ, markþjálfaréttindi frá HR og yoga- og heilræktarkennararéttindi frá Ropeyogasetrinu, ásamt fjölmörgum námskeiðum um andlega uppbyggingu, samskipti og uppeldi. Eftirminnilegast er námskeið sem hún sótti hjá hinni mögnuðu Dr. Shefali Tsabary sem er klínískur sálfræðingur og upphafskona "Conscious Parenting" bylgjunnar í heiminum.


Contact Details

  • Hjallavegur 26, Reykjavík, Iceland

    +3547728292

    aha@ahamoment.is


bottom of page