top of page

Úllendúllen - fjölskylduvefurinn

Updated: Mar 20

Úllendúllen er upplýsingasíða fyrir foreldra, afa og ömmur og alla aðra sem vilja njóta skemmtilegrar samveru með börnum sínum. Leitast er við að bjóða upp á fjölbreytta flóru afþreyingar.



Á forsíðu miðilsins eru hugmyndir að skemmtilegri afþreyingu og hugmyndir að hinu þessu að gera, umfjöllun um sýningar, sundlaugar, leikvelli, skemmtilega hjólastíga, jóganámskeið fyrir börn og viðtöl við áhugavert fólk og margt fleira skemmtilegt sem hægt er að gera í frítíma fjölskyldunnar, helst án þess að þátttakan kosti hálfan handlegg.


Í flipa í vinstra horni vefsíðunnar er hægt að skoða efnið sem fjallað hefur verið um eftir landssvæðum.


Í flipanum er líka hægt að skoða viðburðadagatal. Mikil vinna liggur á bak við viðburðadagatal Úllendúllen og getur verið ansi erfitt að halda því við svo það virki almennilega.


Ég mæli innilega með að þið skoðið þessa gagnlegu og skemmtilegu síðu, ullendullen.is Hér er t.d. skemmtileg umfjöllun um Sabínu Steinunni​ á þessum frábæra vef Úllendúllen​.

Minni einnig á fróðlegt og skemmtilegt viðtal mitt við Sabínu um Færni til framtíðar​ hér:



1 comment

Recent Posts

See All
bottom of page