Virðing - childism
Updated: Nov 12, 2018
Ég var að lesa svo dásamlega grein um childism eða rétt barna til að vera mætt af virðingu eins og allar aðrar manneskjur. Við eigum öll rétt á virðingu, óháð framlagi okkar, þroska, greind eða hvort við erum háð eða óháð öðrum. Við erum komin langt í þessari hugsun tengt réttindum kynjanna eða feminimisma og réttindum fólks með fötlun svo dæmi sé tekið, við myndum ekki taka í mál að eiginmaður væri spurður hvort kona hans væri svöng og horft væri framhjá henni - en afhverju horfa margir framhjá börnum á sama hátt? Taka lítil börn upp með látum og fleygja þeim uppí loftið án þess að svo mikið sem líta framan í það áður, hvað þá spyrja það leyfis, láta það vita eða fá samþykki.

Flestir elska börn og gera allt í góðum vilja gagnvart þeim en ganga framhjá börnum á þennan hátt í hugsunarleysi og eru einfaldlega blindir á þetta viðhorf og venju vegna eigin uppeldis og menningarheims og eru einfaldlega að leika eftir það sem þeir þekkja. Vita ekki betur.
Ég hvet ykkur til að skoða þetta hjá ykkur, við viljum auðvitað öll að börnin okkar verði sjálfstæð og með heilbrigða sjálfsmynd. Það að mæta börnum á jafningjagrundvelli og spyrja þau álits, plantar hugmyndinni að þau sjálf hafi eitthvað til málanna að leggja, eykur trú þeirra á eigin getu og frumkvæði. Þau byrja svo að taka lítli skref og sjálfsmynd þeirra og sjálfsvirði vex. Ef við treystum þeim þá læra þau smám saman að treysta sér, byrja að æfa sig og sjálfstrúin eykst með hverju litlu, hversdagslegu skrefi. Reynslan af litlu sigrunum býr þau undir að mæta hinu óvænta og ófyrirsjáanlega í lífinu og þau verða betur undir það búin að reyna sig þegar á reynir. Hér eru fleiri pistlar um virðingarríkt uppeldi:
Ef þú vilt spjalla við aðra foreldra um virðingarríkt tengslauppeldi þá er besta facebook-grúppa í heimi hér :) og félag meðvitaðra foreldra með síðu hér.