top of page

Máttur leiks & hreyfiþroski - námskeið

Updated: Sep 9, 2020

Máttur leiks og hreyfiþroski, námskeið fyrir foreldra og ungbörn í Ropeyogasetrinu.

Uppeldi í vitund – hreyfiþroski – hugleiðsla – jóga

Námskeiðið hefst fimmtudaginn 6. júní, 2019. Þetta er 4 vikna námskeið á fimmtudögum frá kl. 13:45-15:00. Verð 15.900 kr. Ef báðir foreldrar vilja taka þátt í námskeiðinu þá fær annað námskeiðið á hálfvirði.


· Fræðsla og spjall um mátt leiks og hreyfiþroska barna.

· Byggt á kenningum RIE, Pikler, Feldenkrais og heilræktarkerfi Gló motion.

· Leiddar hugleiðslur og einfaldar en öflugar jóga æfingar.

· Tækifæri til að tengjast öðrum foreldrum í fæðingarorlofi.

· Já svæði fyrir börn og leikföng á staðnum.





Guðrún Birna le Sage er Gló Motion heilræktarkennari, ropeyogakennari, markþjálfi, fimleikaþjálfari og tveggja barna móðir. Á námskeiðum sínum tvinnar hún líkamlega og andlega uppbyggingu saman við fræðslu um núvitund í uppeldi. Guðrún byggir uppeldisfræðslu sína á uppeldi í vitund - með virðingu, trausti og tengslum sem eru grunnstoðir uppeldisnálgunarinnar RIE sem hefur farið sigurför um heiminn að undanförnu. Við þetta tvinnar hún markþjálfun, jógaheimspeki og heimspeki Guðna í Ropeyogasetrinu um mátt athyglinnar, því grunnurinn að góðum uppalanda er að foreldri hlúi að sér til að valda sér í þessu nýja hlutverki.

1 comment

1 Comment


ake.92376
Feb 11, 2023

Communicate the Plank Podcast: The Pirates are. Pirates - Bucs Dugout

Hosts: Nathan Hursh, Jake SlebodnickIn this episode, Nathan Hursh and Jake Slebodnick focus on the present-day region of the Pittsburgh Pirates. Elements are not very good. With a challenging timetable forward, the Pirates are inside of major possibility of completing 2022 with a even worse heritage than 2021. At this position Max Kranick Jersey, it appears in all probability. Send out all comments, feed-back Duane Underwood Jr. Jersey, and concerns towards nathan.hurshyahoo. Remember to go away any requests in the direction of insert the RSS feed in direction of any other podcast upon one more web site in this article as effectively.Remember to go away any issues and feedba…


Like
bottom of page