top of page

Sabína og Færni til framtíðar


Sabína Steinunn Halldórsdóttir er næsti viðmælandi minn í 7. þætti af Fyrirmyndir & skaparar. Hún er íþrótta- og heilsufræðingur og hefur lengi talað fyrir gildi útiveru á skynþroska og lífsgæði barna. Hún hefur gefið út tvær bækur um málefnið og fer víða með fyrirlestra og kennslu um efnið. Það sem heillar mig einna mest við hennar málflutning er mikil virðing fyrir börnum, tenging útiveru við núvitund, meðvitund um töfra leiks og djúp tenging hennar við náttúru og börn.

Ég er að leggja lokahönd á þáttinn í þessum töluðu orðum, hér er smá sýnishorn af mynskreytingu í þættinum, svona rétt á meðan þið bíðið.

Hún mun halda opinn fyrirlestur í næstu viku, ég hvet ykkur til að láta hann ekki framhjá ykkur fara: https://www.facebook.com/events/326658837888257/

Ég mæli með að þið fylgið henni hér á facebook og á instagram, Færni til framtíðar fyrir hugmyndir að útiveru og leik.

0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page