top of page

Kristborg Bóel - Fyrirmyndir & skaparar


Kristborg Bóel er hið fullkomna dæmi um það góða sem samfélagsmiðlar hafa að geyma.

Hún er alin upp í litlu sjávarplássi á austfjörðum, Stöðvafirði, en féll svo fyrir borginni á háskólaárunum. Hún kennari, náms-og starfsráðgjafi að mennt en hefur mest megnis unnið á fjölmiðlum sem blaðamaður og sjónvarpskona. Hún er frábær penni og hefur gefið út bók um eigin reynslu af skilnaði og næst á dagskrá er sjónvarpsþáttur um sama efni. Hún heldur úti skemmtilegu bloggi, kristborgboel.is og svo er hún vinsæl á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún talar við fylgjendur sína á hverjum degi. Þar sá ég hana fyrst og hún heillaði mig frá fyrstu stundu með mennsku sinni og einlægni, hún segir frá sér og lífi sínu svo umbúðarlaust og hefur svo fallegt viðhorf til lífsins – ég mæli svo sannarlega með því að þið fylgið henni.

Í viðtalinu segir hún okkur frá uppeldinu, áhuga sinn á minimalisma og umhverfisvernd. Hún segir okkur frá bókinni sinni, 261 dagur og hvernig það er að miðla og deila sínum innstu hugsunum með alþjóð. Hvernig lífsþrot eða kulnun var í raun það besta sem gat komið fyrir hana, eftir að hafa haldið sjó eftir áfallið sem skilnaður er, veikindin hafi verið tækifæri til að stoppa og endurræsa. Ég mæli svo innilega með þessu hlýja og skemmtilega viðtali við þessa orkumiklu fyrirmynd sem fer sínar eigin leiðir og lætur vaða á drauma sína.

0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page