Hún er Akureyrarmær sem var 19 ára orðin sölu- og markaðsstjóri Saga film. 23ggja ára gömul fyllti hún Norðurljósasal Hörpu og seinna Eldborgarsal með masterclass í lífinu, undir yfirskriftinni: "Leyndarmál mín um markaðssetningu, sölu og lífið sjálft."
Nú hyggst hún opna huga-ræktarstöðvar í Bandaríkjunum, London og hér heima. Hún ætlar að gefa út bók um lífslykla sína, sem hún deilir á instagram story reikningi sínum, jafnóðum og hún tileinkar sér þá - ég mæli svo sannarlega með að þið fylgið henni og fáið stutt og áhrifarík innblástursskot á hverjum einasta degi.
5. þáttur af Fyrirmyndir & skaparar verður frumsýndur næsta sunnudag, þann 7. október en gestur minn að þessu sinni er einmitt hin unga og magnaða fyrirmynd Alda Karen Hjaltalín.
Comments