Guðrún Birna le Sage heiti ég og setti saman þessa síðu fyrst og fremst til að deila því sem veitir mér innblástur og vekur hjá mér áhuga 😀
Ég veit ekkert skemmtilegra en að grúska í greinum, myndböndum og bókum sem fjalla um mannlegt eðli, upplifa aha móment sem vekja mig og fá mig til að endurhugsa hlutina.
Þau svið sem heilla mig mest eru jóga, sjálfsrækt, núvitund, meðvitað uppeldi og rie, minimalismi, markþjálfun, sköpunargáfa og bara allt sem viðkemur mennskunni, hvernig við getum vaxið, séð fyrir okkur það sem við viljum og framkvæmt, myndað sterkari tengsl við okkur sjálf og aðra í kringum okkur, hvernig við getum staldrað við, notið og blómstrað ❤
Ef þú vilt vakningu, líkaðu þá við ahamóment á facebook eða fylgdu mér hér á instagram ...svo er vefsíða á leiðinni í loftið á allra næstu dögum, sjóðheitt viðtal við umbreytingaþjálfann Disa Dalberg og fleira skemmtilegt!!
Comments