top of page

Athygli er ljós


Hverju ert þú að veita athygli? Að hverju leitar þú í fari annarra? En í þínu eigin fari?

Það er lögmáli líkast að það sem þú leitar að finnur þú, ef þú ert í samanburði hugans þá geturðu alltaf fundið einhvern sem er hærri en þú og einhvern sem er lægri, einhvern sem er meiri eða minni, allt eftir því hverju þú veitir athygli.

Athygli þín er eins og ljós sólarinnar, hvort sem hún lýsir á illgresi eða blóm þá vex það og dafnar.

Ég hvet þig til að veita því athygli hverju þú veitir athygli í dag, ertu að telja blessanir eða böl?

#ahamoment #þakklæti #athyglierljós#frelsi #val #ábyrgđ #mátturathyglinnar#athygli #1 #ropeyogasetriđ

1 comment
bottom of page