top of page

Að mæta erfiðri hegðun með ró

Updated: Sep 7, 2019


Þessi mynd sýnir svo vel kenningar Ross Green um "Kids do well if they can" eða "Börn gera vel ef þau geta" og leiðir mann í skilning um að hegðun er alltaf tjáning á einhverju ósögðu eða leið til að eiga samskipti og tengjast. Þessi mynd hefur hjálpað mér mikið til að minna mig á að mæta erfiðri hegðun með ró og yfirvegun í stað þess að mæta stjórnleysi með mínu eigin stjórnleysi eða fara í hart á móti hörðu. Þegar ég stuðast eða fer í viðbragðsgír gagnvart hegðun þá hef ég vanið mig á að muna eftir hinni leiðinni - fara í spæjaragírinn í stað þess að benda, dæma og firra mig ábyrgð. Þegar við förum í gegnum þessa hugarfarsbreytingu og horfum á hegðun frá þessu sjónarhorni þá erum við líklegri til að geta valið viðbragðið okkar - verið valfær. Mætt börnunum okkar með skilningi, virkri hlustun, viðurkennt tilfinningar og sýnt virðingu í stað þess að falla í þá grifju að dæma hegðun sem góða eða slæma - eða jafnvel taka hegðuninni sem persónulegri árás.


Ef hegðun er tjáning á einhverju ósögðu þá er okkar hlutverk að mæta börnunum okkar þar sem þau eru, með forvitni og stuðningi.


Hugsa: "Hvernig get ég hjálpað barninu mínu að jafnvægisstilla sig og koma til baka?"


Með því að hlusta, horfa, skoða, safna gögnum og kynnast barninu okkar þá komumst við nær. Er eitthvað að trufla barnið mitt, streita, skortur á færni, svengd eða ójafnvægi? get ég mætt ómættum þörfum? dregið úr streitu? stutt barnið mitt á einhvern hátt?

Eða er barnið ef til vill að sýna eðlilega hegðun miðað við þroskastig og vandamálið er ég? Er bollinn minn tómur? Snertir þessi hegðun óuppgerð sár í mér? Gömul úrelt forrit og sjónarhorn sem ég þarf að sleppa takinu á?

Og eins og Dr. Stuart Shanker segir: "See a Child Differently, You see a Different Child".

Það er miklu vænlegra til árangurs að mæta barni með forvitni heldur en úr dómarasætinu til að dæma og stimpla hegðun sem góða eða slæma. Þegar við dæmum og bendum á aðra þá vísa líka þrír fingur að okkur sjálfum en aðeins einn að hinu dæmda. Það er ágætist þumalputtaregla að sjá það sem vísbendingu um að við þurfum að skoða okkur og hvaðan okkar tilfinning eða "trigger" kemur, þrisvar sinnum betur en hið ytra. Að halda tengingu við barnið sitt í gegnum erfiða hegðun sýnir líka barninu að þú elskar það skilyrðislaust, gefur því sönnunargögn í sarpinn sinn um að heimurinn sé því vinveittur og þau sjá í okkur fyrirmynd um sjálfsstjórn og gagnlega hegðun - sem þau geta valið að leika eftir þegar þau sjálf mæta erfiðri hegðun.

Það er stór misskilningur að það að skamma eða varpa skömm yfir á barn hjálpi því að gera betur. Börn gera betur þegar þeim líður betur og það er okkar hlutverk að tempra andrúmsloftið og aðstoða þau við jafnvægisstillingu þegar þau eiga erfitt. Þau þurfa sérstaklega mikið á því að halda á meðan framheili þeirra er óþroskaður, en framheilinn gegnir því hlutverki að jafnvægistilla tilfinningar og tempra.

Það besta sem við getum gert er að skoða og taka ábyrgð á okkar orku og mæta þeim með ró og yfirvegun en ekki sogast inní þeirra stjórnleysi. Það er betra bæði fyrir okkur og barnið.

Þessar frábæru myndir eru fengnar að láni frá @kwiens62 en það er boðið upp á frítt niðurhal á báðum myndunum hér: http://northstarpaths.com/visuals/

Myndirnar eru tilvaldar til að setja á ísskápinn eða hafa fyrir augunum á heimilinu, til að minna sig á þessa merkilegu viðhorfsbreytingu.

Ég hvet svo alla til að þjálfa athygli sína og vitund, til að geta valið viðbragð þegar á reynir, í stað þess að bregðast í sífellu við eftir gömlum úreltum forritum heilans eða gömlum sárum fortíðar. Ég hef póstað meira um núvitund og hvernig við þjálfum athygli okkar á ahamoment á facebook og instagram @ahamoment.is

1 comment

Recent Posts

See All

1 Comment


Brewers activate Aaron Ashby towards hurt listing, solution Trevor Kelley

The Brewers triggered remaining-hander Aaron Ashby versus the wounded record earlier in direction of Saturday recreation versus the Pirates. Reliever Trevor Kelley was optioned towards AAA Nashville. LHP Aaron Ashby reinstated in opposition to the 15-working day hurt checklist. RHP Trevor Kelley optioned in direction of Triple-A Nashville Tyler Magnuson Jersey. Ashby will order the commence currently the moment dropped a handful of of months with still left forearm swelling. It will be his very first visual appearance simply because leaving his commence upon June 16 towards the Mets with the harm Garrett Williams Jersey. He and the Brewers managed that the swelling was very little, however they opted in…


Like
bottom of page