Það er 24. október í dag, kvennafrídagurinn, fyrir 43 árum síðan gekk amma mín og langamma, ásamt 90% íslenskra kvenna, frá störfum og þrammaði niður Skólavörðuholtið til útifundar á Lækjatorgi. Sko amma og langamma hreinsuðu svo sannarlega til!
Ég verð að viðurkenna að ég er mjög meir í dag, byrjaði að fara daglega instagram hringinn minn til að blás mig innblæstri fyrir daginn, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir var að tala um magnað ljóð sitt frá því í fyrra, Ég er gosið, sem nú er komið út í formi hálsmens og næst í röðinni var Alda Karen, sem fjallaði í dag um tilfinningar sem hafa svo djúpstæð áhrif á okkur að við eigum erfitt með að koma þeim í orð hjálparlaust og sýndi brot úr verkum myndlistarkonunnar Rukmini Poddar. Vá þær hittu mig svo í hjartastað og eiga einstaklega vel við á þessum degi.
Þegar konur hafa alist upp við að það sé jafnrétti að lögum og er sagt að okkur séu allir vegir færir en samt er 70% viðmælenda á ljósvakamiðlum karlkyns og meira að segja yfir 80% þeirra sem gefa álit varðandi stjórnmál og stjórnsýslu. Heilinn og undirmeðvitundin nemur þetta og það skapar innri efa.
Ég var í þeirri stöðu fyrir ári síðan að vera í vel borgaðri, sveigjanlegri vinnu, með börn og mann drauma minna mér við hlið, í fallegu heimkynnum okkar í laugardalnum en það vantaði eitthvað og mér fannst ég föst. Mér fannst ég vanþakklát að hafa þessa tilfinningu, en hjarta mitt var að springa af tjáningarþörf, mig langar að setja mark mitt á heiminn, gefa af mér og tjá mig. Enginn annar mun gera það á minn hátt og segja þá sögu sem ég hef frá að segja, gefið mitt. Ég held að ég sé ekki heil nema ég fái að gefa bæði micro og macro. Það var eins og ég hafi kallað til mín uppsögn í vinnunni og fann að þetta væri tíminn, tíminn til að byrja að gera mitt, setja mitt mark á heiminn. Ég var hrædd og vissi ekkert hvernig ég ætti að framkvæma eða færa mig nær draumum mínum. Trú mín á macro-mig var ekki mikil eftir að hafa sett hana á til hliðar á meðan við komum undir okkur húsnæði og eignuðumst tvær draumadísir, en micro-ég var að springa úr gleði og þakklæti.
Í dag líður mér svona: Ég er gosið. Ég horfi á þennan föngulega flokk kvenna sem ég hef verið svo lánsöm að fá til mín, heim í stofu, í viðtal. Fengið að drekka í mig visku þeirra, smitast af innblæstri þeirra og framkvæmdarorku. Ég tók aldrei formlega ákvörðun um að taka bara viðtöl við konur, en ég fann að ég þyrfti að sækja þann innblástur sem ég þyrfti til að framkvæma drauma mína, stappa í mig stálið til að ganga mína leið og úr varð þessi föngulegi hópur. Sjö þættir og átta konur. Mér finnst það mjög viðeigandi í ljósi þess að 70% viðmælenda á ljósvakamiðlum í dag eru karlar og einhversstaðar þarf að vera mótvægi við það. Kvenkyns viðmælendur eru líka á hverju strái og líkt og óplægður akur, ég sé mörghundruð konur að gera frábæra hluti og mig langar að vekja athygli á þessari orku og elju sem enn hefur ekki komið upp á yfirborðið. Á meðan karlkyns viðmælendur eru ofnotaðir og þeirra skoðun hefur oft komið fram áður og oft. Að því sögðu þá stendur ekki til að hafa eingöngu konur sem viðmælendur í Fyrirmyndir & skaparar, gestur minn í 8. þætti verður til að mynda Guðni Gunnarsson, mikil fyrirmynd mín og skapari. En ég mun svo sannarlega láta það eftir mér að halla á hlut karla - svona í ljósi sögunnar og stöðunnar hjá ljósvakamiðlum í dag.
Til hamingju með daginn í dag - Ísland - auðugra land er vart að finna, við erum að gjósa, við erum að byrja að virkja þessa öflugu náttúruauðlind sem við konur erum, gosið er byrjað.

Ég vil enda á að þakka öllum fyrirmyndum mínum og viðmælendum á ahamóment, þær eru stór partur af aukinni innri trú minni á mig, því með því að gera, framkvæma og lifa drauma sína þá eflist maður og með hverju litlu skrefi þá sanna ég fyrir mér hvað ég get og eyk þannig trú mína á mér og minni getu til góðra verka.
Dísa Dalberg, Sjöfn Kristjánsdóttir, Svanlaug Jóhannsdóttir, Lára Rúnarsdóttir, TInna Sverrisdóttir, Alda Karen Hjaltalín, Andrea Eyland og Sabína Steinunn Halldórsdóttir.
Að lokum set ég hér ljóð Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Fjallkonan 2017:
Oakland A information: A commemorate anniversary of the streak - Sporting activities Country
Pleased Monday, Sporting activities Place! Yesterday was a wonderful working day at the Coliseum as the A paid out tribute in direction of the plucky 2002 squad that assisted determine the Moneyball generation with a mythical 20 video game earn streak. Steve Kroner at the San Francisco Chronicle adopted the proceedings and recounted the tale of the streak that served change the A against a sub-.500 workers in direction of AL West champions. The Chronicle created a trove of equivalent experiences previously mentioned the weekend that are perfectly importance monitoring out if by yourself incorporate reach.Miguel Tejada throws out the very first pitch in direction of Scott…